Tungufell

Tungufell

Tungufell er efsti bærinn í Hrunamannahreppi.  Bærinn stendur við austur bakka Hvítár á móts við Brattholt.  Bærinn í Tungufelli er talinn liggja fjærst, allra bæja á Suðurlandi, frá sjó.  Styst er í Hvalfjörð um 58 km. Frá veginum inn Tungufellsdal er þægilegt að ganga um friðreit Landgræðslunar að Gullfossi en fossinn er engu síðri að austan séð.  Tungufellsdalur er innaf bænum fallegur dalur með birkiskógi og í gengum dalinn rennur Dalsá og Svartá kemur niður í dalinn í fallegu gljúfri sem heitir Svartárgljúfur.

 

Gamli bærinn

Bærinn í Tungufelli er talinn liggja fjærst, allra bæja á Suðurlandi, frá sjó.  Styst er í Hvalfjörð um 58 km. Frá veginum inn Tungufellsdal er þægilegt að ganga um friðreit Landgræðslunar að Gullfossi en fossinn er engu síðri að austan séð.  Tungufellsdalur er innaf bænum fallegur dalur með birkiskógi og í gengum dalinn rennur Dalsá og Svartá kemur niður í dalinn í fallegu gljúfri sem heitir Svartárgljúfur.

Á 15. og fram á 16. öld bjó í Tungufelli Halldór Brynjólfsson lögrettumaður, fyrirmaður í Árnesþingi og sá sem fyrstur skrifaði undir Áshildarmýrarsamþykkt 1496.  Tungufell var síðasti viðkomustaður Reynistaðabræðra áður en þeir héldu upp í sína örlagaríku för á Kjöl haustið 1780.

Skammt frá Tungufelli er bærinn Jaðar er Bryjólfur biskup stofnaði og ætlaði konu sinni til ábúðar að sér látnum.

 

Flugbrautin Tungufelli

Flugbrautin í Tungufelli, (Tungufellsflugvöllur) er staðsett á svokallaðri Tungu sem afmarkast af Hvítá og Dalsá ofan við Brúarhlöð.

Upplýsingar um flugbrautina í Tungufelli:

Lengd: 430 metrar
Gerð: grasbraut, nokkur mosi en megnið gras
Stefnur: 05/23 (50°/230°)
Hæð fyrir sjávarmáli: u.þ.b. 150 metrar (492 ft), ekki vitað með vissu
Hnit: 64° 16.418’N, 20° 11.556’W (ISN93: 442.219, 419.568)
Eldsneyti: nei
Skýli: nei
Vindsokkur: Já
Vegalengd frá RVK: 87 km í beinni loftlínu
Vegalengd frá Selfossi: 57 km í beinni loftlínu

ATH: Við enda brautar vestan megin er girðing

 

Hvar er Tungufell!

Tungufell í Hrunamannahreppi er um 20 km fyrir ofan Flúðir.  Þegar komið er í gegnum Flúðir er beygt inná veg nr 30 og ekið um 16 km.  Þá er beygt inná veg nr 349 Tungufellsveg.

Tungufell

Hafðu samband

Tölvupóstur