Gönguleiðir í Tungufellsdal
Gönguleiðir í Tungufellsdal –
Walking with the locals.
Tungufellsdalur er fallegur dalur inn af bænum Tungufelli. Landið er í einkaeigu en öllum er frjálst að ganga þar um og njóta útivistar í fallegri náttúru.
Allar göngurnar eru vel viðráðanlegar en nokkuð mismunandi að lengd. Hægt er að blanda saman gönguleiðum t.d. með því að fara fyrst inn í Svartárgljúfur áður en farið er uppá Tófuhól. Í öllum göngunum er gengið um ilmandi birkiskóg og fallegt útsýni er bæði af Tröllbörnum og Tófuhól.
Göngubrýr eru komnar á helstu staði í Dalnum og gerir það leiðirnar greiðfærari. Göngubrúin yfir Dalsá við vaðið að Safngerði gerir það kleift að skilja bílinn eftir á eyrinni í stað þess að fara yfir ána og upp að Safngerðinu.
Vinsamlegast athugið að lausaganga hunda er ekki leyfð í Tungufellsdal vegna sauðfjár á svæðinu, vinsamlegast hafið hunda í ól meðan á göngu stendur.
Svartárgljúfur (1 klst)
Tungufellsdalur
Vegalengd: 600 m
– Létt ganga
Upphaf göngu er við Safngerðið í miðjum Dalnum, gengið er í gegnum skóginn að Svartárgljúfri sem er vel falið í skóginum og farið inn í gljúfrið. Innst í gljúfrinu er fallegur foss. Hægt að ganga fram og til baka.
Leiðin er stikuð.
Svartártunga (1.5 klst)
Tungufellsdalur
Vegalengd: 1.8 km
– Létt ganga
Upphaf göngu er við Safngerðið í miðjum Dalnum, gengið er í gegnum skóginn að Svartárgljúfri sem er vel falið í skóginum og farið inn í gljúfrið. Innst í gljúfrinu er fallegur foss. Þaðan er haldið áfram í gegnum skóginn og farið í átt að Deildarklifi. Þar er svo komið uppá veg og til baka að Safngerði.
Athugið að leiðin er ekki stikuð nema að hluta.
Maríuhrís (1.5 klst)
Tungufellsdalur
Vegalengd: 1.8 km
– Létt ganga
Upphaf göngu er við Safngerðið í miðjum Dalnum, gengið er í gegnum skóginn að Svartárgljúfri sem er vel falið í skóginum og farið inn í gljúfrið. Innst í gljúfrinu er fallegur foss. Þaðan er haldið áfram upp með gljúfri og síðan farið yfir ána á mjög fallegum stað. Gengið er í gegnum svokölluð Maríuhrís þar sem skógurinn er mjög þéttur á köflum. Nokkuð víðsýnt er um dalinn á efsta punkti. Endað aftur við Safngerðið.
Athugið að leiðin er ekki stikuð nema að hluta.
Tófuhóll (2 klst)
Tungufellsdalur
Vegalengd: 2.8 km
– Miðlungs erfið ganga, nokkuð á fótinn
Gengið er úr Litlu Skógum sem eru í miðjum dalnum að vestan verðu, þaðan er farið upp nokkuð bratt skarð og við þræðum okkur í gegnum skóginn eftir gömlum kindabrautum. Þegar komið er upp úr skógi er nokkuð bein leið að Tófuhól sem gnæfir yfir dalinn að vestan verðu. Þar er hægt að skoða útsýnið, síðan er haldið sem leið liggur niður í Stóru Skóga að Deildarklifi og til baka.
Leiðin er ekki stikuð.
Tröllbörn – Deildarklif (3 klst)
Vegalengd: 5.5 km
– Miðlungs erfið ganga, nokkuð á fótinn í upphafi
Upphaf göngu er við Safngerðið í miðjum Dalnum, gengið er í gegnum skóginn að Svartárgljúfri sem er vel falið í skóginum og farið inn í gljúfrið. Innst í gljúfrinu er fallegur foss. Þaðan er haldið áfram upp með gljúfri og uppúr skógi. Tröllbörn eru klettabelti sem gnæva yfir dalnum að austan verðu. Mjög fallegt útsýni er þar inn til fjalla og fram sveit. Gengið er niður í Deild og fram Deildarklif til baka.
Leiðin er ekki stikuð nema að hluta.
Gullfoss – að austanverðu (1.5 klst)
Vegalengd: km
– Létt ganga
Keyra þarf inn Tungufellsdal og inn í Deild þar má sjá skilti sem vísar að bílaplani þar sem gott er að hefja gönguna. Í upphafi leiðarinnar er príla yfir girðingu og þaðan er nokkuð greinilegur stígur að fossinum og við fossinn.
Gæta þarf varúðar ef farið er að vetri til vegna hálku og íss.
Athugið að leiðin er ekki stikuð en greinilegur stígur.
Hvar er Tungufell!
Tungufell í Hrunamannahreppi er um 20 km fyrir ofan Flúðir. Þegar komið er í gegnum Flúðir er beygt inná veg nr 30 og ekið um 16 km. Þá er beygt inná veg nr 349 Tungufellsveg.