Tungufellsdalur
Tungufellsdalur er skógi vaxinn dalur inn af bænum Tungufelli. Þar rennur í gegn áin Dalsá og í hana rennur Svartá í fallegu gljúfri í miðjum dalnum.
Í skóginum í Tungufellsdal eru skemmtilegar gönguleiðir t.d. inn að Svartárgljúfri sem er vel falið í skóginum. Einnig er hægt að ganga uppá Tófuhól sem er vestan megin í dalnum og er þaðan mjög víðsýnt. Inn af Tungufellsdal er svæði sem nefnist Deild, þaðan er mjög skemmtileg gönguleið að Gullfossi austanverðum.
Hagaganga hesta
Safngerði er staðsett á miðjum Tungufellsdal, það var upphaflega girt fyrir fjársafn Hrunamanna og er það enn geymt yfir nótt á Dalnum áður en það er rekið á Hrunavelli til rétta.
Gerðið er leigt út yfir sumartímann einstaka nótt fyrir hagagöngu hesta.
Verð: kr 300 á hest
Vinsamlegast athugið að panta þarf tímalega fyrir hagagönguna í síma: 4866423 eða 6610414.
Gerðið er lokað fyrstu tvær vikurnar í september áður en safnið kemur niður af afrétt.
Hvar er Tungufell!
Tungufell í Hrunamannahreppi er um 20 km fyrir ofan Flúðir. Þegar komið er í gegnum Flúðir er beygt inná veg nr 30 og ekið um 16 km. Þá er beygt inná veg nr 349 Tungufellsveg.