Á haustin er kornið þerskjað og hér má sjá mynd sem tekin var haustið 2006 þegar verið var að þreskja kornið inná Tungufellsdal.
Á haustin þarf líka að smala öllum kindunum sem hafa fengið allt sumarið til að dreifa sér um landsvæði Tungufells en það nær yfir 3000 ha.
Tungufell liggur að afréttinum og er að stórum hluta ógirt landsvæði. Landsvæðið eru heiðar og skóglendi og er því mjög gott landsvæði fyrir sauðfé.
Í Tungufelli er einnig búið með kýr en voru stórfelldar breytingar gerðar á fjósinu árið 2001, þá í framhaldi af því var fénu fækkað.