Tungufellsdalur

TungufellsdalurTungufellsdalur er skógi vaxinn dalur inn af bænum Tungufelli.  Þar rennur í gegn áin Dalsá og í hana rennur Svartá í fallegu gljúfri í miðjum dalnum.

Í skóginum í Tungufellsdal eru skemmtilegar gönguleiðir t.d. inn að Svartárgljúfri sem er vel falið í skóginum. Einnig er hægt að ganga uppá Tófuhól sem er vestan megin í dalnum og er þaðan mjög víðsýnt. Inn af Tungufellsdal er svæði sem nefnist Deild, þaðan er mjög skemmtileg gönguleið að Gullfossi austanverðum.

Boðið er uppá gönguferðir í Tungufellsdal með leiðsögn staðkunnugra.  Hægt er að velja létta göngu eða lengri göngur allt upp í 4 tíma.

Upplýsingar um gönguleiðir má sjá hér.

Gönguleiðirnar eru  flestar nokkuð léttar í göngu en árnar eru brúaðar með 10 cm sverum steinbita þannig að gott er að hafa göngustafi til að styðjast við yfir árnar.
Nokkuð greinilegir stígar eru í skóginum og stikur til leiðbeiningar.

Vinsamlegast athugið að lausaganga hunda er ekki leyfð.